Stjórn Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar (ÍKSA) hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fjölmörgu sem starfa við kvikmyndagerð á Íslandi og eru ekki þegar félagar, eru hvattir til að sækja um aðild.
Yfirlýsingin er svohljóðandi:
Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) lýsir yfir: Það munar um að vera með!
Þið fjölmörgu sem starfið við kvikmyndagerð á Íslandi og eruð enn ekki meðlimir í ÍKSA – endilega bætið úr því og stimplið ykkur inn sem virka þátttakendur í starfi akademíunnar.
Ykkar atkvæði skiptir máli!
Akademían sér um val á þeirri íslensku kvikmynd sem send er til keppni um erlendu Óskarsverðlaunin, oft er mjótt á munum og hvert atkvæði telur.
Fyrir kosningar gefst akademíumeðlimum tækifæri á að sjá myndirnar sem kosið er um án endurgjalds.
Edduverðlaunahátíðin er á vegum ÍKSA og hverjum þeim sem starfar í greininni ætti að renna blóðið til skyldunnar að taka þátt í að kjósa þá sem þeim finnst eiga verðlaun skilið.
Þegar upp er staðið er mikilvægt fyrir kvikmyndageirann að halda lífi í greininni og sýna samstöðu. Þátttaka í starfi ÍKSA er mikilvægur hluti þess.
Allar nánari upplýsingar og umsóknarform má finna hér.
Verið velkomin!!
Stjórn ÍKSA