Rúmlega 40.000 gestir hafa nú séð Undir trénu eftir níundu sýningarhelgi og er hún því komin í hóp mest sóttu myndanna (nú í 13. sæti) frá því formlegar mælingar hófust.
Undir trénu er nú í 10. sæti aðsóknarlistans. 689 manns sáu hana í vikunni en en heildarfjöldi gesta nemur nú 40,569 manns.
Rökkur er í 12. sæti eftir aðra sýningarhelgi. 442 sáu hana í vikunni en alls hafa 1,308 manns séð hana frá upphafi sýninga.
Heimildamyndin Island Songs var frumsýnd um helgina og sáu hana 129 manns.
Sumarbörn er í 17. sæti. 121 sáu myndina í vikunni en alls hafa 1,468 séð hana eftir eftir fjórðu sýningarhelgi.