Sýningar á „Sumarbörnum“ hefjast í dag

Úr Sumarbörnum.

Sýningar á Sumarbörnum Guðrúnar Ragnarsdóttur hefjast í dag í Bíó Paradís, Háskólabíói, Smárabíói og víða um land.

Systkinin Eydís og Kári eru send á barnaheimilið Silungapoll vegna heimiliserfiðleika og fátæktar. Börnin trúa því statt og stöðugt að dvölin verði stutt, en biðin veldur þeim síendurteknum vonbrigðum. Dagarnir líða, en Eydís með sinn sterka lífsvilja og lífsgleði yfirstígur hverja hindrunina eftir aðra með ráðsnilld og dugnaði og umhyggju fyrir Kára bróður sínum.

Guðrún Ragnarsdóttir.

Guðrún Ragnarsdóttir leikstýrir og skrifar handrit. Með helstu hlutverk fara Kristjana Thors, Stefán Örn Eggertsson og Brynhildur Guðjónsdóttir. Anna María Karlsdóttir og Hrönn Kristinsdóttir framleiða fyrir Ljósband.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR