Gísli Örn um þáttaröðina „Verbúð“: Mik­il og marglaga saga

Gísli Örn Garðarsson.

Gísli Örn Garðarsson ræðir meðal annars um fyrirhugaða þáttaröð sem Vesturport er með í undirbúningi í samvinnu við RÚV, í viðtali við Morgunblaðið. Þáttaröðin kallast Verbúð og verður í átta hlutum. Verkefnið var kynnt á Scandinavian Screenings á dögunum.

Gísli Örn segir um Verbúð:

„Þetta er í fjár­mögn­un­ar­ferli núna, en það gæti verið hættu­lega stutt í það að tök­ur hefj­ist. Við kynnt­um þetta á Scandi­navi­an Screen­ing hér í júní og það voru nokkr­ir stór­ir aðilar sem komu strax til okk­ar og vildu sam­starf þannig að þetta lít­ur allt mjög vel út. Serí­an ger­ist á ár­un­um 1983-91 og fjall­ar um nokkra vini sem gera upp gaml­an bát og fara í út­gerð. Þeim geng­ur vel þar til kvóta­kerfið kem­ur til sög­unn­ar, en þá fer allt í helj­ar­inn­ar upp­nám. Þetta er stór, mik­il og marglaga saga. Þarna rík­ir mik­il nostal­g­ía sem marg­ir eiga eft­ir að kann­ast við, ver­búðarlífið, sex, drugs and rock’n’roll eins og þeir segja.“

Sjá nánar hér: Spennandi verkefni biðu hjá Globe – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR