Gísli Örn Garðarsson ræðir meðal annars um fyrirhugaða þáttaröð sem Vesturport er með í undirbúningi í samvinnu við RÚV, í viðtali við Morgunblaðið. Þáttaröðin kallast Verbúð og verður í átta hlutum. Verkefnið var kynnt á Scandinavian Screenings á dögunum.
Gísli Örn segir um Verbúð:
„Þetta er í fjármögnunarferli núna, en það gæti verið hættulega stutt í það að tökur hefjist. Við kynntum þetta á Scandinavian Screening hér í júní og það voru nokkrir stórir aðilar sem komu strax til okkar og vildu samstarf þannig að þetta lítur allt mjög vel út. Serían gerist á árunum 1983-91 og fjallar um nokkra vini sem gera upp gamlan bát og fara í útgerð. Þeim gengur vel þar til kvótakerfið kemur til sögunnar, en þá fer allt í heljarinnar uppnám. Þetta er stór, mikil og marglaga saga. Þarna ríkir mikil nostalgía sem margir eiga eftir að kannast við, verbúðarlífið, sex, drugs and rock’n’roll eins og þeir segja.“
Sjá nánar hér: Spennandi verkefni biðu hjá Globe – mbl.is