Undir trénu eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson, verður frumsýnd þann 23. ágúst næstkomandi. Stikla myndarinnar hefur verið opinberuð og má sjá hér.
Söguþræði er svo lýst:
Agnes (Lára Jóhanna Jónsdóttir) grípur Atla (Steindi) við að horfa á gamalt kynlífsmyndband, hendir honum út og meinar honum að umgangast 4 ára dóttur þeirra. Atli flytur inn á foreldra sína (Siggi Sigurjóns, Edda Björgvins) sem eiga í deilu við fólkið í næsta húsi (Þorsteinn Bachmann, Selma Björns). Stórt og fagurt tré sem stendur í garði foreldranna skyggir á garð nágrannanna, sem eru orðin langþreytt á að fá ekki sól á pallinn. Á sama tíma og Atli berst fyrir umgengni við dóttur sína verður deilan um tréð sífellt harðari. Eignaspjöll eru framin og gæludýr hverfa á dularfullan hátt þegar sögusagnir um mann með keðjusög fara á kreik.
Með helstu hlutverk fara Steinþór Hróar Steinþórsson, Edda Björgvinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Selma Björnsdóttir, Þorsteinn Bachmann og Lára Jóhanna Jónsdóttir. Handrit er eftir Huldar Breiðfjörð og Hafsteinn Gunnar. Grímar Jónsson, Sindri Páll Kjartansson og Þórir Snær Sigurjónsson framleiða.