Skjaldborg auglýsir eftir myndum

Ragnheiður Maísól Sturludóttir og Ragnar Ísleifur Bragason með hina heilögu gripi hátíðarinnar limbóstöngina og Einarinn.

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, fer fram á Patreksfirði dagana 2.-5. júní næstkomandi. Hátíðin hefur nú auglýst eftir myndum en umsóknarfrestur er til 24 apríl.

Til að heimildamynd teljist gjaldgeng á Skjaldborg má hún hvorki hafa verið sýnd í sjónvarpi né í kvikmyndahúsi á Íslandi. Öllum sýningareintökum verður að skila inn með enskum texta.

Sjá nánar hér: Umsókn – Skjaldborg – Hátíð Íslenskra Heimildarmynda

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR