Reykjavík Ásgríms Sverrissonar og Keep Frozen Huldu Rósar Guðnadóttur eru í hópi valinna norrænna kvikmynda sem sýndar verða í Þýskalandi, Austurríki og Sviss frá seinnihluta marsmánaðar. Sýningarnar eru á vegum Nordlichter – Neues skandinavisches Kino sem sérhæfir sig í dreifingu norrænna mynda.
Meðal annarra mynda sem sýndar verða á vegum Nordlichter (Norðurljósa) eru Grand Hotel frá Noregi, Off the Map (Äkkilähtö) frá Finnlandi og hin danska I blodet, sem á dögunum hlaut Bodil verðlaunin dönsku sem mynd ársins.
Sjá nánar hér: Reykjavik | Northern Lights og hér: Keep Frozen | Northern Lights
[divider scroll_text=““]Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés er jafnframt leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar Reykjavík.