Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson hlaut á dögunum Scope100 dreifingarverðlaunin í Portúgal og Svíþjóð sem tryggir myndinni dreifingu í báðum löndum. Myndin hlaut svo um helgina dómnefndarverðlaun ungmenna og sérstök verðlaun dómnefndar á Festival International du Premier Film d’Annonay í Frakklandi.
Þetta er fjórða vikan í röð sem Hjartasteinn vinnur til alþjóðlegra verðlauna. Myndin hefur unnið til níu alþjóðlegra verðlaun á þessu ári og samtals 22 alþjóðlegra verðlauna frá því hún var heimsfrumsýnd í Feneyjum í ágúst á síðasta ári.
Hjartasteinn hlaut fyrir skemmstu 16 tilnefningar til Edduverðlauna. Edduverðlaunahátíðin fer fram sunnudaginn 26. febrúar næstkomandi.