Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi tjáir sig um þáttaröðina Fanga á Facebook síðu sinni og er ekki sáttur við lokakaflann. DV skýrir frá.
Í frétt DV segir:
„Hún opnar skúffu – hundabyssuhvellur/ Morð – og tjaldið fellur.“ Þannig endar skopljóðið Leiksýning eftir Davíð Stefánsson. Háð auðvitað um melódramatíska leiklist. Og því miður: það fór þá svo að Fangarnir sem, héldu okkur föngnum allt fram á síðasta þátt, enduðu í melódramatískum klisjum og happaendi af ódýrari sortinni. Veruleg vonbrigði.“
Þeir sem hafa ekki séð lokaþátt Fanga er bent á að í fréttinni greint frá hvernig þátturinn endaði
Þetta segir gagnrýnandinn Jón Viðar Jónsson sem er afar ósáttur við hvernig sjónvarsþáttaröðin Fangar endaði en síðasti þátturinn var sýndur í gær. Eftir þáttinn höfðu aðstandendur og leikarar vart undan að taka við hamingjuóskum á Facebook en þættirnir hafa hlotið mikið lof. Jón Viðar var ekki í þeim hópi. Hann hafði áður hrósað þáttunum og sagt að hann biði spenntur eftir nýjum þætti. Nú kveður við annan tón hjá gagnrýnandanum.
Framhald fanga
Kallað hefur verið eftir því að ný sería verði framleidd. Aðstandendur þáttanna hafa ekki greint frá að svo verði en fastlega má búast við að það sé í skoðun. Jón Viðar kveðst hins vegar hafa misst áhugann eftir lokaþáttinn.
„Og þó leikurinn sé góður (meistaralegur hjá Kristbjörgu allt til loka), þá eru þessar persónur ekki nógu interessantar sem slíkar. Sérstaklega skítt ef karlinn er afgreiddur svona, fær bara kúlu í hausinn, og sleppur við að horfast í augu við afleiðingar gerða sinna. Og frúin fer í kvennafangelsið,“ segir Jón Viðar og bætir við á öðrum stað:
„Hún mun örugglega pluma sig vel í tukthúsinu. Sjá til þess að allt verði klassað þar upp. Svona eins og þegar þjókunnur þingmaður þurfti að dvelja um skeið á Kvíabryggju og fékk ný rúm handa öllum […]hann mun eflaust liggja illa særður á gjörgæsludeild. Og framhaldið endurtekning á þáttum 1 – 3. Ekki spennandi.“
Sjá nánar hér: Jón Viðar: Fangar enduðu í melódramatískum klisjum – „Veruleg vonbrigði“ – DV