Pálmi Guðmundsson um innlendar þáttaraðir í Sjónvarpi Símans

Morgunblaðið ræðir við Pálma Guðmundsson hjá Sjónvarpi Símans um fyrirtækið og framtíðarplön þess á sviði innlendrar dagskrárgerðar.

Í viðtalinu segir meðal annars:

Pálmi seg­ir aðgang að heil­um þáttaröðum njóta vax­andi vin­sælda. Jafnt og þétt hef­ur verið bætt við efn­is­valið og aðgengi­legt efni í Premium hef­ur vaxið úr 2.400 klukku­stund­um í 6.000 klukku­stund­ir á rúmu ári. Þess má geta að allt er­lent efni er með ís­lensk­um texta. „Við höf­um bætt í inn­kaup­in og sam­starfsaðilar okk­ar hafa verið að standa sig gríðarlega vel.“

Þá er sí­fellt meiri áhersla lögð á ís­lenskt efni og í haust verður ís­lensk­ur þátt­ur í fyrsta sinn sett­ur inn á efn­isveitu í heilu lagi þegar Stella Blom­kvist drep­ur niður fæti í Sjón­varpi Sím­ans Premium. Alls sex þætt­ir. Haustið 2018 frum­sýn­ir veit­an svo glæpaþætti byggða á bók­um Yrsu Sig­urðardótt­ur, sem Baltas­ar Kor­mák­ur fram­leiðir, og haustið 2019 er röðin kom­in að spennuþætt­in­um Ferðalag­inu í leik­stjórn Bald­vins Z. Sama máli gegn­ir um alla þessa þætti, þeir verða aðgengi­leg­ir í heilu lagi.

Verða að bjóða upp á nýtt ís­lenskt efni

Pálmi seg­ir nýtt ís­lenskt efni skipta gríðarlegu máli í þessu sam­bandi. „Til að eiga mögu­leika á því að ná hylli áhorf­enda verðum við að bjóða upp á nýtt ís­lenskt efni og um þess­ar mund­ir er eng­in ís­lensk sjón­varps­stöð með meira leikið ís­lenskt efni í píp­un­um en við,“ seg­ir Pálmi.

Sam­keppn­in í gerð leik­ins ís­lensks efn­is er raun­ar mik­il um þess­ar mund­ir sem hljóta að vera góð tíðindi fyr­ir áhorf­end­ur.

Menn hrista slíkt efni ekki fram úr erm­inni og fjög­ur ár eru síðan farið var að leggja drög að Stellu-þátt­un­um. Meðgöngu­tími Yrsu-þátt­anna og Ferðalags­ins er svipaður. Að sögn Pálma er ekki verra að efni af þessu tagi hafi sannað sig áður, eins og Stella og Yrsa á bók, en frumsköp­un geti auðvitað líka skilað góðum ár­angri. „Það er ótrú­lega gam­an að vinna með gras­rót­inni við að búa til sjón­varp.“

Sjón­varp Sím­ans Premium legg­ur sig fram um að bjóða upp á nýja er­lenda þætti dag­inn eft­ir að þeir eru frum­sýnd­ir er­lend­is. „Það er okk­ar svar við ólög­legu niður­hali og fyr­ir vikið finn­um við minna fyr­ir því,“ seg­ir Pálmi.

Efn­isveit­ur eru að von­um nýr aug­lýs­inga­miðill og seg­ir Pálmi markaðinn meðvitaðan um það. „Íslensk­ir aug­lý­send­ur hafa tekið vel við sér og gera sér í aukn­um mæli grein fyr­ir því hvar framtíðin ligg­ur.“

Hug­mynd­in raun­ger­ist

Til að draga þetta sam­an seg­ir Pálmi vatna­skil hafa orðið á ár­inu 2016. „Það er framtíðin að horfa hvar sem er og hvenær sem er á sjón­varp; þessi hug­mynd raun­gerðist á síðasta ári. Þetta hef­ur tekið sinn tíma; ég man eft­ir að hafa rætt um sta­f­rænu bylt­ing­una, sem þá stóð fyr­ir dyr­um, í sam­tali við Vik­una árið 1995; að maður yrði sinn eig­in sjón­varps­stjóri og allt það. Ég sá mik­il tæki­færi í þessu á þeim tíma og það er magnað að við séum loks­ins kom­in á þann stað. Á þess­um tíma var Amazon að selja raf­tæki og bæk­ur; sjáðu þá núna!“

– Mun línu­leg dag­skrá þá senn heyra sög­unni til?

„Ég sé alla vega mik­inn eðlis­mun frá því sem áður var. Auðvitað taka þessi um­skipti ein­hvern tíma og fólk þarf að vita á hvað það vill horfa til þess að geta nýtt sér þjón­ustu efn­isveit­unn­ar.“

Hér á Pálmi við að fram­veg­is þarf fólk í aukn­um mæli á stóla á sjálft sig þegar kem­ur að því að velja sjón­varps­efni til að horfa á en ekki ein­hverja dag­skrár­stjóra úti í bæ.

Mun alltaf finna sér far­veg

Pálmi er sam­mála því að ís­lenska þjóðin sé lík­lega meðfæri­legri en flest­ar aðrar þjóðir í þessu sam­bandi enda sé hún jafn­an fljót að til­einka sér nýj­ung­ar, ekki síst á tækni­sviðinu. „Þegar fólk kemst upp á lagið með efn­isveit­ur verður ekki aft­ur snúið. Sú tíð er liðin að sjón­varps­tækið sé miðpunkt­ur heim­il­is­ins. Núna hafa mynd­lykl­arn­ir og snjallsím­arn­ir tekið við hlut­verki þess og þegar þessi tæki ganga sér til húðar tek­ur eitt­hvað nýtt og spenn­andi við. Það er gang­ur lífs­ins. Sjón­varps­efni mun alltaf finna sér far­veg.“

Ótt­ast ekki er­lenda sam­keppni

Pálmi seg­ir Sím­ann hvergi smeyk­an við sam­keppni við Net­flix og aðrar stór­ar er­lend­ar efn­isveit­ur.

„Það er eðlis­mun­ur á Sjón­varpi Sím­ans Premium og Net­flix; þeir eru aðallega að end­ur­sýna efni meðan við erum að frum­sýna það. Þeir fram­leiða efnið ekki held­ur sjálf­ir, stóru kvik­mynda­ver­in í Banda­ríkj­un­um gera það. Við ótt­umst ekki sam­keppni, hvorki inn­an­lands né utan; við höf­um fundið okk­ar takt. Um tíma var ís­lenskt sjón­varp í mik­illi vörn en það er nú liðin tíð – og það er alltaf skemmti­legra að vera í sókn en vörn!“

Hann seg­ir hinn alþjóðlega sjón­varps­markað raun­ar á fleygi­ferð um þess­ar mund­ir; um það vitni kaup Kín­verja á Paramount-kvik­mynda­ver­inu sem hafi þann til­gang að dreifa fram­veg­is efni sem fell­ur að smekk Kín­verja.

Pálmi seg­ir vandað ís­lenskt efni eiga góða mögu­leika í þessu sam­bandi enda búum við að því að vor sé í nor­rænni dag­skrár­gerð fyr­ir sjón­varp og áhug­inn aldrei meiri. „Það er full ástæða til að spenna bog­ann hátt.“

Sjá nánar hér: Framtíðin er gengin í garð! – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR