
Aðsókn á Hjartastein Guðmundar Arnars Guðmundssonar hefur verið góð en myndin hefur nú fengið tæpa tíuþúsund gesti eftir aðra sýningarhelgi.
Alls sáu 2,761 gestir myndina um helgina, en alls 5,154 í vikunni. Heildartala gesta er nú 9,459. Myndin er í öðru sæti á lista FRÍSK en var í 1. sæti eftir opnunarhelgina.
Eiðurinn er nú á 20. sýningarviku, en alls hafa 47,435 gestir séð myndina.