„Fangar“ tilnefnd til nýrra norrænna sjónvarpsverðlauna

Ragnar Bragason og Margrét Örnólfsdóttir eru tilnefnd til nýrra norrænna sjónvarpsverðlauna fyrir handrit þáttaraðarinnar Fanga, sem veitt verða á Gautaborgarhátíðinni í febrúarbyrjun. Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn stendur að verðlaununum.

Fangar verður sýnd í Gautaborg ásamt fjórum öðrum norrænum þáttaröðum sem einnig eru tilnefndar til verðlaunanna.

Verðlaunin nema 200.000 sænskum krónum eða rúmum 2.5 milljónum íslenskra króna.

Föngum er svo lýst í kynningu á vef NFTF:

After a lifetime of mistakes, Linda (Thora Bjorg Helga) is sent to serve time in Iceland’s only women’s prison for a vicious assault that leaves her father in a coma. But no-one knows that she harbours a dark secret that could tear her family apart, a secret that could set her free.

Sjá nánar hér: Five TV dramas Selected for Nordisk Film & TV Fond Prize

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR