![Eva Sigurðardóttir.](https://i0.wp.com/klapptre.is/wp-content/uploads/2016/12/Eva-Sigur%C3%B0ard%C3%B3ttir.jpg?resize=696%2C392&ssl=1)
Eva Sigurðardóttir var á dögunum valin besti leikstjórinn fyrir stuttmynd sína Regnbogapartý á Underwire hátíðinni í Bretlandi sem leggur áherslu á kvikmyndir eftir konur. Myndin hefur nú unnið til 11 alþjóðlegra verðlauna, en hún var einnig valin stuttmynd ársins á Eddunni 2016 sem og besta stuttmyndin á RIFF 2015.
Regnbogapartý fjallar um Soffíu, 14 ára stelpu, sem er lögð í einelti og þráir ekkert heitar en að falla í hópinn. Hún tekur afgerandi skref til þess að ná markmiði sínu en það dregur stærri dilk á eftir sér en hana hafði grunað.