Sölufyrirtækið TrustNordisk hefur gengið frá sölu á dreifingarrétti í Bretlandi á kvikmynd Óskars Þórs Axelssonar, Ég man þig, til Studiocanal. Einnig hefur myndin verið seld til þýskumælandi svæða, Ungverjalands og Tyrklands.
ScreenDaily tilkynnir um þetta frá sölumessunni AFM sem nú stendur yfir í Los Angeles.
Myndin er væntanleg á næsta ári. Sigurjón Sighvatsson, Þórir Snær Sigurjonsson, Skúli Malmquist og Chris Briggs framleiða fyrir Zik Zak kvikmyndir í samvinnu við Ruben Thirkildsen hjá Ape & Björn í Noregi og Maze Pictures í Þýskalandi.
Sjá nánar hér: Studiocanal takes Icelandic horror ‘I Remember You’ for UK | News | Screen