Innlendur flöskuháls í fjármögnun leikins sjónvarpsefnis

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í þáttaröðinni Réttur 3.
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í þáttaröðinni Réttur 3.

Þáttaröðin Rétt­ur 3 (Case) er aðgengi­leg meira en 50 millj­ón áhorf­end­um Netflix í Banda­ríkj­un­um, Kan­ada, Ástr­al­íu, Nýja Sjálandi og Skandi­nav­íu. Guðný Guðjóns­dótt­ir for­stjóri Sagafilm segir þetta til marks um að íslensk sjónvarpsþáttagerð eigi alla mögu­leika á að fá alþjóðlega sölu og dreif­ingu, en innlend fjármögnun sé flöskuháls.

„Nóg er til af ís­lensku hug­viti og góðum hand­rit­um, það eina sem stend­ur okk­ur fyr­ir þrif­um er fjár­mögn­un. Í grunn­inn er eft­ir­spurn­in meiri en hægt er að fjár­magna í gegn­um kvik­mynda­sjóð eins og staðan er í dag. Það þarf að breyt­ast, hratt og ör­ugg­lega,“ seg­ir Guðný.

Frekar verður fjallað um sjónvarpsseríur, alþjóðlega dreifingu þeirra og þann flöskuháls fjármögnunar sem þær búa við hér á landi í Klapptré á næstunni.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR