Þáttaröðin Réttur 3 (Case) er aðgengileg meira en 50 milljón áhorfendum Netflix í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Skandinavíu. Guðný Guðjónsdóttir forstjóri Sagafilm segir þetta til marks um að íslensk sjónvarpsþáttagerð eigi alla möguleika á að fá alþjóðlega sölu og dreifingu, en innlend fjármögnun sé flöskuháls.
„Nóg er til af íslensku hugviti og góðum handritum, það eina sem stendur okkur fyrir þrifum er fjármögnun. Í grunninn er eftirspurnin meiri en hægt er að fjármagna í gegnum kvikmyndasjóð eins og staðan er í dag. Það þarf að breytast, hratt og örugglega,“ segir Guðný.
Frekar verður fjallað um sjónvarpsseríur, alþjóðlega dreifingu þeirra og þann flöskuháls fjármögnunar sem þær búa við hér á landi í Klapptré á næstunni.