[Stikla] Ísland áberandi í nýrri „Rogue One“ stiklu

Mads Mikkelsen í íslensku umhverfi í Rogue One.
Mads Mikkelsen í íslensku umhverfi í Rogue One.

Íslenskt landslag er áberandi í nýrri stiklu kvikmyndarinnar Rogue One: A Star Wars Story. Myndin verður frumsýnd í desember.

Í upphafi stiklunnar sést hvar danski leikarinn Mads Mikkelsen fær heimsókn og bendir umhverfið til þess að svartir sandar Suðurlands sem og nágrenni Víkur í Mýrdal komi við sögu.

Tökulið myndarinnar var hér við störf í fyrrahaust og var True North þjónustuaðilinn hér á landi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR