Arnar Þórisson tilnefndur til Lettnesku kvikmyndaverðlaunanna

Arnar Þórisson.
Arnar Þórisson.

Arnar Þórisson er tilnefndur til Lettnesku kvikmyndaverðlaunnana sem kvikmyndatökumaður ársins fyrir kvikmyndina Es esmu šeit (Mellow Mud). 

Myndin hlaut Krystalbjörninn fyrir bestu mynd í flokknum Generation 14Plus á síðastliðinni Berlínarhátíð.

Samkvæmt heimildum Klapptrés verður myndin sýnd á RIFF hátíðinni sem hefst í lok september.

Lettnesku verðlaunin verða afhent í október.

Þess ber og að geta að önnur mynd sem Arnar myndaði, hin skosk/íslenska Pale Star í framleiðslu Vintage Pictures, verður einnig sýnd á RIFF.

Sjá nánar hér: Nacionālās kino balvas Lielais Kristaps 2016 nominanti

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR