Arnar Þórisson er tilnefndur til Lettnesku kvikmyndaverðlaunnana sem kvikmyndatökumaður ársins fyrir kvikmyndina Es esmu šeit (Mellow Mud).
Myndin hlaut Krystalbjörninn fyrir bestu mynd í flokknum Generation 14Plus á síðastliðinni Berlínarhátíð.
Samkvæmt heimildum Klapptrés verður myndin sýnd á RIFF hátíðinni sem hefst í lok september.
Lettnesku verðlaunin verða afhent í október.
Þess ber og að geta að önnur mynd sem Arnar myndaði, hin skosk/íslenska Pale Star í framleiðslu Vintage Pictures, verður einnig sýnd á RIFF.
Sjá nánar hér: Nacionālās kino balvas Lielais Kristaps 2016 nominanti