Hrollvekjan „Child Eater“ eftir Erling Thoroddsen frumsýnd 28. október

Rammi úr Child Eater.
Rammi úr Child Eater.

Erlingur Óttar Thoroddsen frumsýnir hrollvekjuna Child Eater, fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, þann 28. október næstkomandi í Bíó Paradís. Myndin er byggð á samnefndri stuttmynd hans og var tekin upp í Bandaríkjunum þar sem leikstjórinn stundaði nám í kvikmyndagerð.

Erlingur er með aðra kvikmynd í vinnslu, Rökkur, sem tekin var upp hér á landi í vor og fjallað var um hér.

Stuttmyndin var meðal annars sýnd á SXSW, RIFF og New York Horror Film Festival.

Þó svo bíómyndin hafi verið tekið upp í dimmum skógum New York fylkis, þá rennur rammíslenskt blóð um æðar hennar, segir í tilkynningu.

Fjölmargir Íslendingar komu að gerð myndarinnar, þar á meðal tónskáldið Einar Sv. Tryggvason sem gerir tónlist.

Plakat kvikmyndarinnar Child Eater.
Plakat kvikmyndarinnar Child Eater.

Myndin fjallar um barnfóstruna Helen sem villist út í nærliggjandi skóg þegar barnið sem hún passar hverfur um miðja nótt. Sögur segja að skógurinn sé ekki tómur. Í honum á að búa óhugnanlegur maður sem gæðir sér á augum barna til þess að forða sér frá blindu…

Vefur myndarinnar er hér.

Stikla bíómyndarinnar liggur enn ekki fyrir en hér að neðan má sjá stiklu stuttmyndarinnar:

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR