Þrestir Rúnars Rúnarssonar er á meðal þeirra fimmtíu kvikmynda sem eru í forvali til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Listinn yfir myndirnar í forvalinu var opinberaður í gær.
Listann má sjá hér.
Á næstu vikum munu yfir 3000 meðlimir Evrópsku kvikmyndaakademíunnar velja þær myndir, leikstjóra, leikara, handrit og aðra sem hljóta formlega tilnefningu. Tilkynnt verður um tilnefningarnar þann 5. nóvember næstkomandi, en sjálf verðlaunin verða veitt þann 10. desember í Wroclaw í Póllandi.
Þröstum hefur vegnað afar vel á kvikmyndahátíðum síðan hún var frumsýnd á San Sebastian hátíðinni fyrir tæpu ári. Myndin hefur alls unnið til 19 alþjóðlegra verðlauna og er því í hópi þeirra íslensku mynda sem hvað flest verðlaun hafa hlotið.