Andri Freyr ráðinn yfir sjónvarpsframleiðslu Republik

Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson er genginn til liðs við Republik. Þetta kemur fram á Facebook síðu fyrirtækisins.

Þar segir að Andri Freyr muni gegna stöðu yfirmanns innlendrar dagskrárgerðar innan fyrirtækisins og halda áfram að þróa hugmyndir og heimildarmyndir sem eru bæði á grunnstigum og nú þegar komnar í framleiðslu.

Andri hefur á undanförnum árum komið að ýmiskonar verkefnum fyrir sjónvarp og má þar meðal annars nefna þættina Andri á flandri, sem hlutu Edduverðlaunin.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR