Jón Gnarr lætur af störfum hjá 365 miðlum

Jón Gnarr hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 og um leið sem fastur starfsmaður fyrirtækisins. Hann hefur ákveðið að snúa sér alfarið að sinni sjálfstæðu listsköpun og verkefnum tengdum henni.

Þetta kemur fram á Vísi:

Jón hefur verið sjálfstætt starfandi leikari, rithöfundur, grínisti og leikstjóri um margra ára skeið og vill halda því starfi áfram í samstarfi við ólíka aðila og þar á meðal 365, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Jón hefur undanfarna mánuði verið við vinnu við sjónvarpsþættina Borgarstjórinn sem sýndir verða á Stöð 2 í haust. Hann mun halda þeirri vinnu áfram. Tökum er nú lokið en klipping og lokafrágangur er eftir.

Í tilkynningunni þakka stjórnendur og starfsfólk 365 Jóni fyrir ánægjulegt samstarf, óska honum áframhaldandi velgengni í sínum verkefnum og hlakka til samstarfs um ný og spennandi verkefni.

Sjá nánar hér: visir.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR