Politiken ræðir við Dag Kára í tilefni af sýningum á Fúsa í dönskum bíóum. Myndin, sem hlaut Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs í fyrra, fær mjög góða dóma í sama blaði.
Í viðtalinu segir Dagur Kári meðal annars að Íslendingar lifi í augnablikinu og það geri þeim kleift að koma jafn miklu í verk og raun ber vitni. Í Danmörku sé venjan að horfa lengra út á sjóndeildarhringinn til að reyna að sjá fyrir hugsanleg vandamál en ef maður hugsaði þannig á Íslandi færi maður aldrei út fyrir hússins dyr þar sem það sé í raun ekkert vit í að gera nokkurn skapaðan hlut á Íslandi.
„Í landi þar sem ekkert ætti að vera hægt, hefur maður á tilfinningunni að allt sé mögulegt,“ bætir Dagur Kári við.
Þá fær myndin fimm hjörtu af sex mögulegum hjá Kim Skotte, gagnrýnanda blaðsins, sjá hér.
Viðtalið í heild má sjá hér: Islandsk filminstruktør: »På godt og ondt er det, som om alt i Island er på steroider«