Eurimages styrkir „Undir trénu“ um 30 milljónir króna

Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri.
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri.

Eurimages veitti á dögunum 29 evrópskum samframleiðsluverkefnum styrki sem nema alls 7,239,000 evrum eða tæpum milljarði króna. Bíómyndin Undir trénu í leikstjórn Hafsteins Sigurðssonar hlaut styrk uppá 213,000 evrur eða um 30 milljónir króna.

Myndin hefur áður hlotið styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Grímar Jónsson hjá Netop Films er framleiðandi en Profile Pictures í Danmörku (Þórir Snær Sigurjónsson o.fl.) og Madants í Póllandi eru meðframleiðendur.

Tökur á myndinni hefjast 19. júlí n.k.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR