WIFT óskar eftir kvikmyndaefni eftir konur fyrir nýjan vefmiðil

Félagar í WIFT, félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi.
Félagar í WIFT, félags kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi.
WIFT á Íslandi, félag kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi, vinnur nú að undirbúningi nýs vefmiðils á vefsíðu félagsins. Markmiðið er að auka vægi og sýnileika kvenna í kvikmynda- og sjónvarpsgeiranum.
Í fréttatilkynningu frá WIFT segir:
Vefmiðillinn mun innihalda ítarlega skráningu yfir konur sem starfa í kvikmynda- og sjónvarpsbransanum á Íslandi og verk þeirra. Að auki mun heimasíðan innhalda vefmiðil. Þar munu birtast þættir og greinar um og eftir konur.
Félagið óskar eftir efni eftir konur, bæði skriflegu og í formi myndbanda, til að birta á vefnum. Óskað er eftir vikulegum örþáttum, gagnrýnendum, pistlahöfundum, vidjóbloggurum svo dæmi séu nefnd.
Óskað er eftir stuttum vefþáttum (1-5 mín) eða stutt tilraunakennt kvikmyndaefni, heimildaþættir eða jafnvel grín. Nokkur verkefni verða valin til þess að vera með vikulega þætti á vefsíðunni. Gott er að hafa í huga að einfalda hugmyndir fyrir vikulega þætti t.d einn tökustaður eða einn leikari, mesta lagi tveir. Einfaldleikinn býr til rúm fyrir meiri sköpunargleði.
Maríanna Friðjónsdóttir sér um vefsíðugerðina en Maríanna hefur starfað við sjónvarpsþáttagerð í áraraðir en hefur undanfarið sérhæft sig í markaðssetningu á netinu og í vefsjónvarpi. Stefnan er að vefmiðillinn geti orðið að fyrsta kvennastýrða vefsjónvarpinu á Íslandi.
Samstarf við KÍTON – Félag kvenna í tónlist
 
Verkefnið hefur nú þegar fengið styrk frá Menntamálaráðuneytinu og Mannréttindaráði Reykjavíkurborgar.
Vefmiðillinn mun vera í samstarfi við samtök eins og KÍTON – Félag kvenna í tónlist. Margar hugmyndir eru á borðinu fyrir vefinn enda margar skapandi konur á bakvið verkefnið.
Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT á Íslandi segist vonast til þess að þetta verði hvatning fyrir konur á öllum aldri til þess að skapa kvikmyndir og tónlist. Hún bendir og á að þær sem hafa áhuga á að vera með í uppbyggingu vefsins eða vilja vera með vikulega kvikmyndaþætti eru hvattar til að senda póst með upptöku af vikulegum vefþætti eða hugmynd sem hægt er að framkvæma í samstarfi við samtökin á doggmo@yahoo.com.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR