Heitið Skjár einn leggst niður frá og með deginum í dag og verður að Sjónvarpi Símans. Ár er síðan að SkjárEinn rann inn í Símann og dagskrá stöðvarinnar var opnuð öllum landsmönnum í október í fyrra.Þá stofnaði Síminn streymisveitu í áskrift sem hefur nú fleiri áskrifendur en voru að sjónvarpsstöðinni við breytinguna.
Kjarninn greinir frá:
Alls 18.500 heimili eru nú í áskrift og met var slegið innan efnisveitunnar í maí þegar spilanir voru 600 þúsund talsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum.
Nafnabreytingarnar ná yfir allar sjónvarpsstöðvar og streymisveitur Símans sem áður voru kenndar við Skjáinn. SíminnBíó, SíminnKrakkar og SíminnHeimur eru því ný nöfn í safni Símans.
Síminn hefur lagt vaxandi áherslu á afþreyingu og efni, sem sést meðal annars á samningnum um EM2016. Þar verða allir leikir íslenska landsliðsins og meira til sýndir á nýnefndu stöðinni og mótið í heild sinni í áskrift á Símanum Sport. Þá býr félagið að efni frá helstu sjónvarpsþáttaframleiðendum heims; 20th Century Fox, Disney, CBS Television og Showtime ásamt fleirum. Vetrardagskráin verður enn veglegri en í ár og þessa dagana leggjum við lokahönd á innlendu dagskrána.“
SkjárEinn fór í loftið árið 1999 og var í opinni dagskrá allt til ársins 2009, eða í tíu ár. Frá þeim tíma og fram til október 2015 var stöðin, og tengdar stöðvar Skjásins, áskriftarstöðvar.
Sjá nánar hér: SkjárEinn ekki lengur til – Heitir nú Sjónvarp Símans | Kjarninn