Baltasar Kormákur kynnir mynd sína Eiðinn á Cannes hátíðinni, sem nú stendur yfir, fyrir kaupendum og sýnir brot úr myndinni. Bandaríska sölufyrirtækið XYZ Films fer með sölu myndarinnar á heimsvísu.
Screen International greinir frá.
Í frétt Screen kemur meðal annars fram að Baltasar hafi nýlokið viðbótartökum en aðaltökutímabil var á fyrstu mánuðum ársins. Myndin segir af reykvískum lækni sem þarf að taka afdrifaríkar ákvarðanir þegar dóttir hans byrjar með hættulegum glæpamanni. Baltasar, Hera Hilmarsdóttir, Margrét Bjarnadóttir og Gísli Örn Garðarsson fara með helstu hlutverk.
RVK Studios framleiðir myndina í samvinnu við Film4 í Bretlandi og ZDF Enterprizes í Þýskalandi.
Í frétt Screen kemur einnig fram að í kjölfar velgengni Ófærðar liggi handrit að sjónvarpsþáttaröðinni Katla nú fyrir, en Klapptré hefur greint frá því verkefni hér.
Þá nefnir Screen einnig að víkingamynd Baltasars, Vikingr (Vikings), sé í þróun hjá Universal sem leikstjórinn vann síðast með að Everest.
Sjá nánar hér: Baltasar Kormakur takes ‘The Oath’ to Cannes | News | Screen