Aðsókn | „Hrútar“ nálgast eitt ár í sýningum

Rams HrútarÞær þrjár íslensku myndir sem sýndar eru í kvikmyndahúsunum þessa dagana, Reykjavík, Fyrir framan annað fólk og Hrútar, malla allar í rólegheitunum þessa dagana enda langt liðið frá frumsýningum, til dæmis næstum ár í tilfelli þeirrar síðastnefndu.

Reykjavík hefur nú fengið alls 2,554 gesti eftir sjö sýningarhelgar.

Fyrir framan annað fólk hefur nú fengið alls 10,647 gesti eftir níu sýningarhelgar.

Þá er Hrútar komin með alls 22,289 gesti eftir 48 sýningarhelgar.

Aðsókn á íslenskar myndir 18.-24. apríl 2016

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
9Fyrir framan annað fólk12910,647
7Reykjavík292,554
48Hrútar-22,289
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)
Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés er jafnframt leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar Reykjavík.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR