Þær þrjár íslensku myndir sem sýndar eru í kvikmyndahúsunum þessa dagana, Reykjavík, Fyrir framan annað fólk og Hrútar, malla allar í rólegheitunum þessa dagana enda langt liðið frá frumsýningum, til dæmis næstum ár í tilfelli þeirrar síðastnefndu.
Reykjavík hefur nú fengið alls 2,554 gesti eftir sjö sýningarhelgar.
Fyrir framan annað fólk hefur nú fengið alls 10,647 gesti eftir níu sýningarhelgar.
Þá er Hrútar komin með alls 22,289 gesti eftir 48 sýningarhelgar.
Aðsókn á íslenskar myndir 18.-24. apríl 2016
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDARAÐSÓKN |
---|---|---|---|
9 | Fyrir framan annað fólk | 129 | 10,647 |
7 | Reykjavík | 29 | 2,554 |
48 | Hrútar | - | 22,289 |