Reykjavík Ásgríms Sverrissonar er í 10. sæti aðsóknarlistans eftir frumsýningarhelgina. Fyrir framan annað fólk Óskars Jónassonar er áfram í því fimmta og Hrútar Gríms Hákonarsonar er enn í sýningum.
Reykjavík fékk alls 1,214 gesti um helgina að meðtöldum forsýningum.
Fyrir framan annað fólk fékk 2,191 gesti í vikunni og hefur nú fengið alls 6,789 gesti eftir þrjár sýningarhelgar.
Þá er Hrútar komin með alls 22,105 gesti eftir 42 sýningarhelgar.