Kvikmynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Á annan veg (2011) verður endurgerð í Noregi. Hún hefur áður verið endurgerð í Bandaríkjunum.
Þórir Snær Sigurjónsson kemur að framleiðslu endurgerðarinnar gegnum danskt framleiðslufyrirtæki sitt, Profile Pictures. Auk þess mun dreifingarfyrirtækið Scanbox sem Þórir stýrir, sjá um dreifingu myndarinnar.
Norska útgáfan kallast Moskus. Ungur norskur leikstjóri, Bobbie Peers, mun stýra gerð myndarinnar. Áætlað er að tökur hefjist í ágúst.
Hin bandaríska endurgerð, Prince Avalanche í leikstjórn David Gordon Green og með Paul Rudd og Emile Hirsch í aðalhlutverkum hlaut meðal annars Silfurbjörninn í Berlín 2013 fyrir bestu leikstjórn.
Sjá nánar hér: Scanbox Set For ‘Prince Avalanche“s Norwegian Remake ‘Moskus’ (EXCLUSIVE)