Le Monde fjallar um þáttaröðina Ófærð sem nú er sýnd í Frakklandi við góðar undirtektir. Þættirnir eru meðal annars sagðir minna á Wallander Henning Mankell, ekki síst persóna Andra sem Ólafur Darri Ólafsson leikur.
Segir meðal annars í umsögn í lauslegri þýðingu:
Andri, sem rannsakar málið ásamt aðstoðarfólki sínu, er erkitýpa hinnar norrænu löggu síðari ára og minnir ekki síst á Kurt Wallender með tilheyrandi persónueinkennum (félagsfælni, einangrun, snertur af þunglyndi). Að leysa gátuna færir persónunni ekki huggun og þannig er hann holdgervingur alltumlykjandi sársauka og almenns skorts á félagslegri færni.
Eins og oft í norrænum glæpasögum eru höfð umskipti á kynjahlutverkum. Andri er fjölskyldumaður sem vill vernda og viðhalda sínum afmarkaða reit í lífinu. Hegðun hans minnir á það sem áður var tengt við kvenkyns persónur.
Stígandinn er stundum pirrandi hægur, en gefur um leið tíma til að skoða persónurnar og það sem þær glíma við. Og spennan er fyrir hendi.
Sjá nánar hér: Trapped – Entre Wallander et le récit gothique