Almennar sýningar hefjast í kvöld á verðlaunaheimildamynd Höllu Kristínar Einarsdóttur, Hvað er svona merkilegt við það? sem fjallar um kvennaframboðin sem birtust á stjórnmálasviðinu á níunda áratug síðustu aldar í kjölfar hinna róttæku kvennabaráttu áratugarins á undan.
Myndin hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar fyrr á árinu og er framhald annarrar myndar Höllu Kristínar, Konur í rauðum sokkum, sem einnig hlaut sömu verðlaun 2009.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir framleiddi myndina fyrir Krumma Films.
Framleiðendur myndarinnar hafa sett sér það markmið að fá 12.167 manns í bíó eða einum fleiri en Lífsleikni Gilz fékk í fyrra og skora á alla að mæta og fyllast eldmóði á stórskemmtilegri nýrri heimildamynd um merkilega lýðræðistilraun.