Heimildamynd Ólafs Rögnvaldssonar og Kolfinnu Baldvinsdóttur, Þeir sem þora, hlaut í gær áhorfendaverðlaunin á EstDocs, sem haldin er í Toronto en tileinkuð myndum frá Eistlandi.
Myndin lýsir baráttu Eystrasaltsríkjanna, – Eistlands, Lettlands og Litháen, – í skjóli umbótastefnu Mikaels Gorbasjovs, fyrir endurreisn sjálfstæðis þeirra árin 1986 til 1991.