Þrestir Rúnars Rúnarssonar eru í tíunda sæti á opnunarhelginni meðan Everest Baltasars snýr aftur í efsta sætið. Heimildamyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum gengur ágætlega.
Everest-Ísland: 5,854 sóttu Everest í vikunni og hefur þá myndin fengið alls 59,171 gest. Bandaríkin: Myndin er nú í 14. sæti á aðsóknarlistanum en hún tók inn 1,170 milljón dollara um helgina. Alls nema tekjur í Bandaríkjunum rúmum 40 milljónum dollara. Alþjóðlegar tekjur: 126 milljón dollarar. Heildartekjur hingað til: 166,7 milljón dollarar.
Almennar sýningar á Þröstum hófust á föstudag. Aðsókn um helgina nam 475 manns en með forsýningum er hún komin í 1,865 manns. Myndin er í tíunda sæti eftir helgina.
Heimildamyndin Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum lauk annarri sýningarhelgi í 11. sæti. 1,334 sáu hana í vikunni en alls hefur hún fengið 2,088 gesti.
Önnur heimildamynd, Jóhanna – síðasta orrustan, var frumsýnd á föstudag og komu 118 að sjá hana um helgina. Með forsýningum hafa 323 séð myndina. Myndin er í 16. sæti.
Hrútar og Fúsi eru enn í sýningum; sú fyrrnefnda er komin með 20,997 gesti, sú síðarnefnda með 12,734.
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDARAÐSÓKN |
---|---|---|---|
5 | Everest | 5,854 | 59,171 |
2 | Stúlkurnar frá Kleppjárnsreykjum | 1,334 | 2,088 |
Ný | Þrestir | 475 (helgin) | 1,865 (með forsýningum) |
Ný | Jóhanna - síðasta orrustan | 118 (helgin) | 323 (með forsýningum) |
21 | Hrútar | Ekki vitað | 20,997 |
30 | Fúsi | Ekki vitað | 12,734 |