Greining | Tæplega 55.000 séð „Everest“ á Íslandi, alþjóðlegar tekjur 159 milljón dollarar

Universal hefur sent frá sér fyrstu ljósmyndina úr myndinni. Hún sýnir Jason Clarke príla Everest.

Everest Baltasars Kormáks datt í annað sætið á íslenska aðsóknarlistanum eftir þrjár vikur á toppnum, en dönsku sprelligosarnir í Klovn Forever tóku toppsætið. Hrútar og Fúsi eru komnar aftur í sýningar í Bíó Paradís eftir RIFF.

Everest: Ísland

Alls sáu myndina 3,656 gestir fjórðu sýningarhelgina en 9,899 í vikunni. Heildaraðsókn er komin í 54,405 manns. Myndin er á góðri leið með að ná vinsælustu íslensku mynd Baltasars, Mýrinni (alls 84.428 gestir).

Everest: Bandaríkin

Tekjur um helgina námu rúmu 3 milljónum dollara á 2,120 tjöldum, en myndin er í 9. sæti eftir fjórðu sýningarhelgi. Samanlagðar tekjur í Bandaríkjunum hingað til eru rúmar 38,2 milljónir dollara.

Everest: Alþjóðlegur markaður

Myndin heldur áfram að gera það gott á stórum erlendum mörkuðum, t.d. Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi. Hún opnar í Kína 3. nóvember og fær pláss þar út mánuðinn. Sýningar hefjast í Japan 6. nóvember. Búast er við miklum tekjum á báðum mörkuðum. Samkvæmt Deadline nema alþjóðlegar tekjur nú 120,8 milljónum dollara.

Samanlagðar heildartekjur myndarinnar nema því nú 159 milljónum dollara eftir fjórar sýningarhelgar.

Aðsókn á íslenskar myndir 5.-11. október 2015

VIKURMYNDAÐSÓKNHEILDARAÐSÓKN
4Everest9,89954,405
17HrútarEkki vitað20,877
29FúsiEkki vitað12.717
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR