RIFF: „Miðvikudagur 9. maí“ hlaut Gullna lundann

Rammi úr vinningsmynd RIFF 2015, Wed­nes­day, May 9.
Rammi úr vinningsmynd RIFF 2015, Wed­nes­day, May 9.

Verðlaunaafhending RIFF hátíðarinnar fór fram í Iðnó í kvöld. Aðalverðlaunin, Gullni lundinn, féllu í skaut írönsku myndinni Wed­nes­day, May 9 eftir Va­hid Jali­vand.

Söguþræði myndarinnar er lýst svo:

Maður að nafni Jalal birtir óvenjulega auglýsingu í einu af dagblöðum Tehran, höfuðborgar Írans. Auglýsingin lofar tíu þúsund dollurum til manneskju í neyð. Fréttirnar berast eins og eldur í sinu og fljótlega hefur safnast saman stór hópur fólks. Í lok dags hafa honum borist margar umsóknir og hann ákveður að velja eina af handahófi. Umsækjendur halda því fram að auglýsingin sé eina lausn vandamála þeirra. Lögreglan skerst í leikinn; reynir að róa mannskapinn og leysa upp mannþröngina. En tvær konur í hópnum neita að láta segjast: Setareh, sem er nítján ára og ólétt, og Leila, fyrrverandi unnusta Jalals.

Morgunblaðið skýrir frá:

FIPRESCI verðlaun samnefndra alþjóðasamtaka kvikmyndagagnrýnenda hlaut banda­ríska mynd­in Krisha eft­ir Trey Edw­ard Shults. Dóm­nefnd­in sagði mynd­ina sýna hvernig sprung­ur geta mynd­ast og stækkað á milli fjöl­skyldumeðlima á kvalar­full­an hátt, en á sama tíma fylli hún áhorf­and­ann af ást og um­hyggju fyr­ir öll­um per­són­um mynd­ar­inn­ar.

Mynd­in How to Change the World eft­ir Jerry Rot­hwell fékk um­hverf­is­verðlaun­in. Dóm­nefnd seg­ir mynd­ina gefa nýja og upp­lýs­andi mynd af efni sem marg­ir telja sig hafa tölu­verða þekk­ingu á.

Áhorf­enda­verðlaun­in úr flokki heim­ild­ar­mynda sem kosið var um á mbl.is hlaut svo mexí­kóska/​banda­ríska mynd­in Cartel Land eft­ir Matt­hew Heinem­an. Mynd­in fjall­ar um var­göld sem geis­ar í Mexí­kó þar sem morðóðar glæpaklík­ur ráða víða ríkj­um.

Þá voru einnig veitt verðlaun fyr­ir bestu ís­lensku stutt­mynd­ina í sam­vinnu við RÚV. Tvær mynd­ir skiptu með sér þeim verðlaun­um. Það voru mynd­irn­ar Heim­ild­arminnd eft­ir Jón Ásgeir Karls­son og Regn­bogapartý eft­ir Evu Sig­urðardótt­ur. Dóm­nefnd sagði mynd­irn­ar vera hníf­jafn­ar þó ólík­ar séu og því hefði verið órétt­látt gagn­vart þeim að taka aðra þeirra fram yfir hina.

Að lok­um voru hvatn­ing­ar­verðlaun­in Gullna eggið veitt Harry Cherniak og Dusty Marnic­inelli fyr­ir mynd sína Win­ter Hymns. Um Gullna eggið keppa mynd­ir sem sýnd­ar eru í kvik­mynda­smiðju RIFF fyr­ir upp­renn­andi kvik­mynda­skáld. Dóm­nefnd sagði að mynd­in næði áhorf­and­an­um frá fyrsta ramma en í henni er sögð saga tveggja bræðra. Í um­sögn dóm­nefnd­ar seg­ir að sag­an sé sögð á afar raun­veru­leg­an, hlýj­an og til­finn­inga­næm­an hátt.

 

Sjá hér: Aðalverðlaunin á RIFF fóru til Íran – mbl.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR