RIFF: Stórkanónur viðstaddar umræðu um kvikmyndahátíðir í Norræna húsinu

Piers Handling, stjórnandi Toronto hátíðarinnar, tekur þátt í umræðunum.
Piers Handling, stjórnandi Toronto hátíðarinnar, tekur þátt í umræðunum.

RIFF stendur fyrir pallborðsumræðum í Norræna húsinu á morgun 1. október kl. 12 þar sem rætt verður um kvikmyndahátíðir með þátttöku þungaviktarfólks af þeim vettvangi; Arnaud Gourmelen, dagskrárstjóra Director’s Fortnight á Cannes, Fredrick Boyer, stjórnanda Tribeca kvikmyndahátíðarinnar, Piers Handling stjórnandaToronto kvikmyndahátíðarinnar og Giorgio Gosetti, stjórnanda Venice Days á Feneyjarhátíðinni og dagskrárstjóra RIFF. Helga Stephenson, fyrrum stjórnandi kvikmyndahátíðarinnar í Toronto stjórnar umræðum.

Leitast verður eftir að svara eftirfarandi spurningum:

  • Hvaða áhrif hafa viðtökur og fjárhagur á ákvarðanir dagskrárstjóra?
  • Hafa ákvarðarnir þeirra bein áhrif á það hvaða myndir eru valdar til dreifingar og hvaða kvikmyndagerðarmenn komast áfram?
  • Ætti valferlið að vera gagnsærra?

Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

 

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR