Fjöldi sérviðburða verður á RIFF í ár eins og jafnan. Hér er listi yfir þá helstu eftir dögum*. Hér er hlekkur á alla viðburði.
LAUGARDAGUR 26. SEPT.
17:30 Bíó Paradís
Speed Sisters Q&A
‘Speed Sisters’ (2015) er heimildarmynd um fimm palestínskar konur sem keppa í kappakstri á Vesturbakkanum. Amber Fares, leikstjóri myndarinnar, kemur til landsins og ræðir myndina, Palestínu og stöðu palestínskra kvenna við Bryndísi Silju Pálmadóttur, stjórnarkonu í Íslandi-Palestínu og Arnar Gíslason kynjafræðing að sýningu lokinni. Viðburðurinn er haldinn í samvinnu við samtökin Ísland-Palestína.
SUNNUDAGUR 27. SEPT.
14:00-18:00 Molinn, Hábraut 2, Kópavogi
Kvikmyndakommúnan / Vinnusmiðja
Kvikmyndakommúnan býður upp á opna kennslustund og kynningu á starfi sínu. Um er að ræða nýstofnað samfélag upprennandi kvikmyndagerðarmanna sem veitir ókeypis menntun og hvatningu. Lára Marteinsdóttir kvikmyndagerðarmaður kennir.
MÁNUDAGUR 28. SEPT.
13.00-16.00 í Norræna húsinu.
Er íslensk kvikmynd góð fjárfesting? – Pallborðsumræður
Fundarstjóri: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins.
Þátttakendur: Grímar Jónsson, Heiðar Guðjónsson, Gísli Gíslason, Agnes Johansen, Baltasar Kormákur, Rob H. Aft og Rakel Garðarsdóttir.
21.10-21.40 Bíó Paradís
Q&A með Margarethe Von Trotta, heiðursgesti RIFF
Eftir sýningu myndarinnar Die Abhandene Welt (sýnd kl.19:30)
(ATH! Þessi viðburður er eingöngu fyrir bíógesti – ekki er hægt að koma bara á Q&A.)
20:00 Loft Hostel
Haltu kjafti & skrifaðu handrit
Fólki er boðið að koma hugmynd á blaði eða skrifa handrit í þögn í eina klukkustund. Handritshöfundurinn Margrét Örnólfsdóttir verður með kynningu á handritaskrifum og ræðir við gesti að skrifum loknum.
ÞRIÐJUDAGUR 29. SEPT.
15.00-17.00 í Norræna húsinu.
Meistaraspjall með leikstjóranum Margreth Von Trotta, heiðursgesti RIFF
Umræðustjóri: Elísabet Ronaldsdóttir, klippari/kvikmyndagerðarkona.
19.30-20.00 Háskólabíó
Q&A með David Cronenberg, heiðursgesti RIFF
Eftir sýningu myndarinnar Crash (sýnd kl.18:00)
(ATH! Þessi viðburður er eingöngu fyrir bíógesti – ekki er hægt að koma bara á Q&A.)
21.40-22.10 Bíó Paradís
Q&A með Margarethe Von Trotta, heiðursgesti RIFF
Eftir sýningu myndarinnar Rosenstrasse (sýnd kl.19:30)
(ATH! Þessi viðburður er eingöngu fyrir bíógesti – ekki er hægt að koma bara á Q&A.)
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPT.
13.00-15.00 í hátíðarsal Háskóla Íslands
Masterklassi með leikstjóranum David Cronenberg heiðursgesti RIFF.
Umræðustjóri: Marteinn Þórsson, leikstjóri.
17:00-18:30 Gerðarsafn í Kópavogi
Culture.pl og RIFF kynna:
Pólskar hreyfimyndir / POLISH ANIMATION
Wojtek Wawszczyk og Zofia Scislowska frá pólsku hreyfimyndasamtökunum kynna verk á sviði hreyfimynda og tæknibrellna. Þau sýna fjórar myndir: ‘Ziegenort,’ ‘Hipopotamy,’ ‘The Lost Town of Switez’ og ‘Chick.’
20:00 Tjarnarbíó
Þáttöku- og kvikmyndasýning SUFFERROSA
Sýning á ‘Sufferrosa’ eftir The Kissinger Twins. Spurt og svarað (Q&A) að sýningu lokinni.
16:00 Gerðarsafn í Kópavogi
Culture.pl og RIFF kynna:
Pólsk Kvikmynda- og myndlist
‘The Performer’ er listasýning í formi kvikmyndar sem byggir á lífi gjörningalistamannsins Oskar Dawicki, sem leikur sjálfan sig.
FIMMTUDAGUR 1. OKT.
12.00-14.00 í Norræna húsinu
Að velja á kvikmyndahátíð: Pallborðsumræður
Stjórnandi: Helga Stephenson, fyrrum stjórnandi kvikmh. í Toronto
Þátttakendur: Arnaud Gourmelen, dagskrárstjóri fyrir Director’s Fortnight flokkinn á Cannes, Fredrick Boyer, stjórnandi Tribeca kvikmyndahátíðarinnar, Piers Handling, framkvæmdastjóri Toronto kvikmyndahátíðarinnar
Giorgio Gosetti, stjórnandi Venice Days dagskrárinnar á kvikmhátíðinni í Feneyjum og dagskrárstjóri RIFF.
18:00 í Norræna Húsinu
Meistaraspjall / KISSINGER TWINS
Kissinger Twins fjalla um listsköpun sína og sín helstu verk frá árinu 2002. Á meðal verka eru Sufferrosa, The Trip, Forget Me Not og The Network is Watching.
21.30-22.30 Háskólabíó
Q&A með David Cronenberg
Eftir sýningu myndarinnar The Fly (myndin er sýnd kl.20:15)
(ATH! Þessi viðburður er eingöngu fyrir bíógesti – ekki er hægt að koma bara á Q&A.)
FÖSTUDAGUR 2. OKT.
13.00-15.00 í Norræna húsinu
Dönsk kvikmyndagerð – pallborðsumræður
Stjórnandi: Charlotte Böving, leikkona.
Þátttakendur: Jesper Morthorst, framleiðandi Silent Heart, Mikkel Jersin framleiðandi Þrasta, Rúnar Rúnarsson, leikstjóri Þrasta.
16.00-18.00 á Center hotel Plaza v/ Ingólfstorg
Kynning á íslenskum kvikmyndatónskáldum
Atli Örvarsson kvikmyndatónskáld með Q&A
Stjórnandi/spyrill: Gunnar Hansson, leikari og leikstjóri.
Að auki verða Q&A eftir u.þ.b. 50 myndir á hátíðinni. Athugið að dagskráin gæti breyst vegna óviðráðanlegra orsaka en hún verður uppfærð eins oft og mögulegt er.