Stikla heimildamyndarinnar „Jóhanna – Síðasta orrustan“ komin út

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

Jóhanna – Síðasta orrustan, er heimildarmynd um Jóhönnu Sigurðardóttur og segir sögu hennar sem stjórnmálamanns. Það er saga konu í miklum karlaheimi stjórnmálanna sem verður að lokum fyrsta konan til að gegna embætti forsætisráðherra á Íslandi.

Í myndinni er fylgst náið með störfum Jóhönnu síðustu mánuði hennar í embætti og því sem gerist bak við tjöldin í Stjórnarráðinu. Fylgst er með baráttu hennar og annarra fyrir því að fá Alþing til að samþykkja nýja stjórnarskrá fyrir Ísland.

Stjórnandi myndarinnar er Björn B. Björnsson og er hann jafnframt handritshöfundur ásamt Elísabetu Ronaldsdóttur sem klippir myndina. Kvikmyndatöku annaðist Jón Karl Helgason og tónlistin er eftir Tryggva M. Baldvinsson. Myndin er framleidd af Reykjavík films.

Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís þann 15. október.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR