Styttist í skilafrest hjá RIFF

riff_1

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, tekur við myndum til að sýna á hátíðinni til 15. júlí, en hátíðin fer fram dagana 24. september til 4. október næstkomandi.

Íslenskar kvikmyndir og stuttmyndir eru sýndar í flokkinum Ísland í brennidepli (e. Icelandic Panorama) en RIFF leggur sérstaka áherslu á íslenska stuttmyndadagskrá. Undanfarin ár hefur RIFF aðstoðað unga leikstjóra við að kynna stuttmyndir sína á erlendri grundu.
Í fyrra voru 20 íslenskar stuttmyndir frumsýndar á hátíðinni. Málarinn í leikstjórn Hlyns Pálmasonar var valin besta íslenska stuttmyndin og hlaut verðlaun úr Minningarsjóði Thors Vilhjálmssonar og Undir rós (Sub Rosa) í leikstjórn Þóru Hilmarsdóttur hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar.
Margar íslenskar stuttmyndir og myndir í fullri lengd hafa að undanförnu átt góðu gengi að fagna og hlotið viðurkenningar á alþjóðlegum vettvangi. Frá áramótum hafa íslenskar stuttmyndir, sem frumsýndar voru á RIFF 2014, farið á flakk með RIFF og verið sýndar meðal annars í Frakklandi, Færeyjum, Grænlandi og Slóveníu.
Frekari upplýsingar um innsendingu mynda má finna á vef RIFFog þá sérílagi hér.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR