„Hjartasteinn“ fær tæpar 50 milljónir króna frá Eurimages

hjartasteinn-promo-landscapeHjartasteinn, fyrsta kvikmynd Guðmundar Arnar Guðmundssonar, hefur fengið 47,5 milljóna króna styrk frá Eurimages, kvikmyndasjóði Evrópuráðsins. Myndin fer í tökur síðsumars.

Hjartasteinn gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi á Íslandi. Sagan fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inní unglingsárin og uppgötva ástina. Guðmundur Arnar skrifar einnig handritið en Anton Máni Svansson framleiðir fyrir Join Motion Pictures.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR