spot_img

30 ára afmæli „Lífmyndanna“ fagnað á Alvarpinu

lífsmyndirnar 30 ára afmæliUndanfarna daga hefur Alvarpið haldið upp á 30 ára afmæli „Líf-mynda“ Þráins Bertelssonar (Nýtt líf, Dalalíf, Löggulíf) með sínum eigin „hlaðvarpsþríleik“, þar sem myndirnar voru heiðraðar.

Hátíðin hófst í 9. þætti Trí ló gíkur, þar sem Ragnar Ísleifur Bragason mætti í heimsókn að ræða myndirnar og mikilvægi þeirra í hans lífi, en Ragnar kann þær nánast allar utanbókar.

Næst mættu söguhetjur myndanna, Þór og Danni sjálfir (öðru nafni Eggert Þorleifsson og Karl Ágúst Úlfsson) í sögulegt spjall í Áhugavarpið í umsjá Ragnars Hanssonar.

Og að lokum mætti svo höfundurinn og leikstjórinn Þráinn Bertelsson í frábært spjall í Áhugavarpið að ræða sögurnar bak við myndirnar og mögulega framtíð þeirra.

Þættina þrjá má hlusta á hér að neðan:

Sjá nánar hér: 30 ára afmæli Lífmyndanna fagnað á Alvarpinu – Nútíminn

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR