Hrútar Gríms Hákonarsonar vann í gærkvöldi til tvennra verðlauna á Transilvania International Film Festival í Rúmeníu, sérstakra dómnefndarverðlauna og áhorfendaverðlauna.
Skemmst er að minnast verðlaunanna sem myndin hlaut í Cannes fyrir um tveimur vikum. Hrútar mun ferðast á fjölda hátíða fram eftir árinu.
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.