„Hrútar“ fá tvenn verðlaun í Rúmeníu

Grímur Hákonarson tekur á móti sérstökum dómefndarverðlaunum fyrir Hrúta í gærkvöldi. (Mynd: Transilvania International Film Festival).
Grímur Hákonarson tekur á móti sérstökum dómefndarverðlaunum fyrir Hrúta í gærkvöldi. (Mynd: Transilvania International Film Festival).

Hrútar Gríms Hákonarsonar vann í gærkvöldi til tvennra verðlauna á Transilvania International Film Festival í Rúmeníu, sérstakra dómnefndarverðlauna og áhorfendaverðlauna.

Skemmst er að minnast verðlaunanna sem myndin hlaut í Cannes fyrir um tveimur vikum. Hrútar mun ferðast á fjölda hátíða fram eftir árinu.

Glaðbeittir Hrútar, Grímar Jónsson framleiðandi og Grímur Hákonarson leikstjóri, standa fyrir ofan Hafstein Gunnar Sigurðsson leikstjóra Parísar norðursins, sem einnig tók þátt í hátíðinni.
Glaðbeittir Hrútar, Grímar Jónsson framleiðandi og Grímur Hákonarson leikstjóri, standa fyrir ofan Hafstein Gunnar Sigurðsson leikstjóra Parísar norðursins, sem einnig tók þátt í hátíðinni.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR