Halla Kristín Einarsdóttir frumsýnir heimildamyndina Hvað er svona merkilegt við það? á Skjaldborgarhátíðinni um næstkomandi hvítasunnuhelgi, en hún hlaut verðlaun hátíðarinnar fyrir nokkrum árum fyrir mynd sína Konur á rauðum sokkum.
Nýja myndin tekur upp þráðinn frá þeirri fyrri og beinir sjóðum að sögu kvennaframboðanna á níunda áratug síðustu aldar. Halla Kristín ræðir myndina í viðtali við Fréttatímann og segir meðal annars í viðtalinu:
„Mér finnst eftir að hafa sett allt þetta efni saman að þeim hafi vissulega tekist að hnika kerfinu, en um leið hafði kerfið auðvitað áhrif á þær. Þetta er saga sem er full af ákveðnum mótsögnum, en það gerist vissulega eitthvað, þeim tókst ætlunarverk sitt. Þær afhjúpa í raun kerfið en kannski ekki alveg með sama hætti og þær ætluðu sér í fyrstu. Ég held að þetta framtak hafi átt stóran þátt í því hvernig við hugsum um stjórnmál og lýðræði í dag. Þessar konur áttu þátt í því að breyta hugmyndum okkar um vald og vinnubrögð í stjórnmálum og mér finnst mikilvægt að passa upp á heimildirnar um það, þannig að saga mannréttinda og þar með kvennahreyfingarinnar hverfi ekki.“
Sjá nánar hér: Frumsýnir mynd um sögu kvennabaráttunnar – FRÉTTATÍMINN