Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, fékk 1.338 gesti á frumsýningarhelginni en alls 2.088 með forsýningum. Þetta er á pari við frumsýningarhelgi Fúsa Dags Kára í mars, en sú mynd er nú í fimmta sætinu á aðsóknarlista FRÍSK eftir nýliðna sýningarhelgi og er heildaraðsókn að nálgast tíu þúsundin eftir sjö sýningarhelgar.
Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 4.-10. maí 2015:
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)