„Gullsandur“ loksins komin í leitirnar, myndin sýnd í nokkra daga í Bíó Paradís

Arnar Jónsson og Ágúst Guðmundsson (mynd RÚV).
Arnar Jónsson og Ágúst Guðmundsson (mynd RÚV).

Eftir fimmtán ára leit fann leikstjórinn Ágúst Guðmundsson loksins frumeintakið af kvikmyndinni Gullsandur í London en myndina gerði hann árið 1984. Eintakið var týnt í aldarfjórðung og hefði myndin að líkindum glatast ef þrjóska leikstjórans við leitina hefði ekki skilað árangri.

Þetta kom fram í Kastljósi RÚV í gærkvöldi, þar sem rætt var við Ágúst sem og Arnar Jónsson leikara sem kom fram í myndinni þrátt fyrir að vera stórslasaður á fótum. Ýmsum brögðum þurfti að beita til að fela þá staðreynd að hann gat hvorki gengið né staðið uppréttur við upptökur, sem reyndust honum afar sársaukafullar. Áður en tökur hófust hélt Arnar að ferli sínum væri jafnvel lokið vegna slyssins en tökurnar sannfærðu hann um að halda áfram að leika.

Myndin verður sýnd í Bíó Paradís í nokkra daga og eru sýningartímar sem hér segir:
30. apríl kl. 18:00
1. maí kl. 20:00
2. maí kl. 18:00
3. maí kl. 18:00

Sjá viðtalið hér: Gullsandur fannst eftir mikla leit | RÚV

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR