Drekasvæðið, sex þátta röð, kemur úr smiðju Ara Eldjárns, Braga Valdimars Skúlasonar, Guðmundar Pálssonar og Kristófers Dignusar. Stórveldið framleiðir.
Helstu leikarar eru þau Saga Garðars, María Heba, Hilmar Guðjóns, Birgitta Birgis, Nanna Kristín og Pétur Jóhann.
RÚV lofar góðri skemmtun og hvetur þjóðina til að missa ekki „af góðlátlegu gríni, frumstæðum fíflagangi og vel ígrundaðri vitleysu á föstudagskvöldum á RÚV frá og með 1. maí.“
Sjá hér: Styttist í Drekasvæðið | RÚV