Bresku sjónvarpsþættirnir Poldark sem BBC hóf sýningar á fyrir skömmu, hafa notið vinsælda en allt að átta milljónir horfa á þáttaröðina þar í landi sem þykir mjög fínt. Meðal leikenda í þáttunum er íslenska leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir eða Heidi Reed eins og hún kallar sig. Heiða Rún fór með eitt stærsta hlutverkið í þáttaröðinni Hraunið sem sýnd var á RÚV í fyrra.
RÚV hefur þegar keypt sýningarréttinn að fyrstu þáttaröð Poldark og hefjast sýningar fljótlega. BBC hefur tilkynnt að ráðist verði í gerð næstu raðar innan tíðar.
Sjá nánar hér: Poldark-þáttaröð Heiðu heldur áfram