Fréttablaðið um „Fúsa“: Saga sem snertir við manni

Gunnar Jónsson er Fúsi í samnefndri mynd Dags Kára.
Gunnar Jónsson er Fúsi í samnefndri mynd Dags Kára.

Kjartan Már Ómarsson skrifar í Fréttablaðið um Fúsa Dags Kára og segir meðal annars:

Þetta er myndræn kvikmynd þar sem persónur stíga inn í frásögnina fullmótaðar án þess að miklu púðri sé eytt í baksögur eða endalausar útlistanir á óþarfa smáatriðum. Áhorfanda er treyst til þess að vera virkur og taka þátt í merkingarsköpun sögunnar sem veldur því að áhorfið er gefandi en ekki aðeins leið til að sálga níutíu mínútum. Þetta er saga sem snertir við manni.

Niðurstaða: Degi Kára tekst að skapa hjartnæma sögu sem virðist vera látlaus á yfirborðinu en þegar nánar er að gætt má sjá hvernig tekið er á málefnum á borð við hleypidóma, mörkin milli bernsku og fullorðinsára, vinskap og gæsku.

Sjá nánar hér: Vísir – Saga sem snertir við manni.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR