Vladan Petkovic hjá Cineuropa skrifar um Fúsa Dags Kára frá Berlínarhátíðinni og segir hana virkilega fallega frásögn sem gæti gengið vel á markaði listrænna kvikmynda sé rétt á spöðum haldið.
Petkvic segir ennfremur:
Myndin er unnin af næmni og tekst að forðast yfirdrifna væmni. Gunnar Jónsson passar afar vel í aðalhlutverkið, þökk sé góðu handriti og lágstemmdum leik sem er frábær á þeim fáu stundum þar sem hann sýnir tilfinningar sínar.
Þessi ákaflega fallega mynd gæti gengið vel á listræna markaðinum og sérstaklega í sjónvarpi.
Sjá nánar hér: Virgin Mountain : A genuinely lovely tale of a man who grows up late – Cineuropa.