Norðurlöndin þurfa að auka framboð á dreifingarleiðum fyrir leikið sjónvarpsefni til að mæta betur auknu framboði á slíku efni sem framleitt er í miklum mæli á svæðinu og á háum standard. Þetta kom fram á ráðstefnunni TV Drama Vision sem fram fer á yfirstandandi Gautaborgarhátíð.
ScreenDaily segir frá og vitnar í ýmsa norræna sjónvarpsframleiðendur, þar á meðal Kjartan Þór Þórðarson hjá Sagafilm Nordic.
“HBO, Amazon og Netflix eru ekki enn farin að panta efni frá Norðurlöndunum en ég held að breyting verði þar á innan tíðar,“
Segir Kjartan og telur einnig að fjarskiptafyrirtækin á Norðurlöndunum muni einnig fljótlega koma inná markaðinn sem efniskaupendur.
“Við munum sjá nýja aðila, fyrirtæki með öflugan kúnnahóp eins og fjarskiptafyrirtækin, sækjast eftir norrænu efni. Þau munu kannski til að byrja með kaupa tilbúið efni frá Bandaríkjunum en að því kemur að þau þurfa heimagert efni einnig.“
Sjá nánar hér: Nordic industry calls for more commissioners, platforms | News | Screen.